Contact

Persónuverndastefna og Skilmálar

Persónuverndarstefna

Sigrún Hákonardóttir /FitbySigrún

1. Almennt

Sigrún Hákonardóttir/FitbySigrún (hér eftir FitbySigrún) leggur mikla áherslu á persónuvernd kaupenda og gætir fyllstu varúðar við meðferð allra persónuupplýsinga. Í persónuverndarstefnu þessari kemur m.a. fram hvaða persónuupplýsinga kaupenda er aflað, með hvaða hætti, í hvaða tilgangi og hvernig þær eru varðveittar. Kaupandi er skylt að kynna sér persónuverndarstefnu FitbySigrún. Með því að kaupa þjónustu, námskeið/plan eða skrá persónuupplýsingar hjá FitbySigrún er kaupandi að samþykkja skilmála og skilyrði persónuverndarstefnunnar. 

2. Persónuverndarlöggjöf

Lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, eins og þau eru á hverjum tíma, gilda um meðferð persónuupplýsinga. Lögin taka m.a. til vinnslu, vörslu og miðlunar persónuupplýsinga. FitbySigrún tryggir að meðferð persónuupplýsinga sé ávallt í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd.

3. Ábyrgð

FitbySigrún kt. 020290-3749 ber ábyrgð á skráningu og meðferð persónuupplýsinga í rafrænni starfsemi FitbySigrún. FitbySigrún er ábyrgðaraðili þeirra persónuupplýsinga sem heimasíðunni eru veittar en aðsetur rekstursins er að Draumahæð 8, 210 Garðabæi. Allar fyrirspurnir er varða persónuverndarstefnu starfseminnar skulu berast skriflega á netfangið [email protected]

4. Söfnun og meðhöndlun persónuupplýsinga

4.1 Í hvaða tilgangi?

FitbySigrún safnar upplýsingum um viðskiptavini sem starfsemin á í viðskiptum við. Persónuupplýsingum er safnað til þess að FitbySigrún geti veitt sem besta þjónustu hverju sinni. Í því felst að veita rafrænan aðgang að námskeiðum/plönum og tryggja að sú rafræn þjónusta sem kaupandi keypti sé rétt,  gæta öryggis og miðla til þeirra upplýsingum í markaðslegum tilgangi. FitbySigrún safnar eingöngu þeim upplýsingum sem eru nauðsynlegar til að veita rafræna þjónustu. Varðveisla þessi er að fullu í samræmi við gildandi lög og reglur um persónuvernd.

4.2. Hvaða persónuupplýsingar og með hvaða hætti?

Kaup á rafrænni þjónustu: Upplýsingar um nafn og tölvupóstfang. Ef kaupandi óskar eftir kvittun ætlað stéttarfélagi þarf kaupandi að gefa upp að auki kennitölu og heimilisfang í tölvupósti. Þessar upplýsingar eru varðveittar ásamt upplýsingum um þá rafræna þjónustu sem keyptar eru. Allar upplýsingar sem kaupandi skráir með kaupum munu vistast með kaupunum, kaupandi þarf því að gæta þess að skrá ekki viðkvæmar persónuupplýsingar vilji hann ekki að þær varðveitist með pöntuninni. Kaupandi getur skráð athugasemd og skrásett þannig árangur sinn á meðan fylgt er námskeiði/plani og eru það athugasemdir sem kaupandi gefur leyfi að aðrir sjá sem eru skráðir í sama námskeið/plan og sem FitbySigrún má nota í markaðslegum tilgangi.

  • Viðkvæmar persónuupplýsingar: Heilsufarsupplýsingar eru dæmi um viðkvæmar persónuupplýsingar í skilningi laganna. Í tölvupósti ef viðkomandi er í 1-on-1 þjálfun geta komið upp viðkvæmar persónuupplýsingar og eru þær ekki geymdar, nema fyrir liggi samþykki þess sem um ræðir, til að fylgjast með árangri og veita viðeigandi ráðgjöf.
  • Póstlisti: Við skráningu á póstlista eru varðveittar upplýsingar um netfang. Kaupandi fær tölvupóst við kaup á námskeiði/plani. Eftir það fær kaupandi tölvupóst ef einhver uppfærsla hefur orðið á námskeiði/plani eða ef FitbySigrún telur viðeigandi að senda eftirfylgni/hvatningu. Þessir tölvupóstar eru sendir út af póstlista eða vefsíðukerfi FitbySigrún og í pósthólf kaupanda. Ef kaupandi skráir sig í þjónustu með meiri eftirfylgni, t.d. 1-on-1 þjónustu eða hópþjálfun eru áminningar og aðrar upplýsingar tengdar þjónustunni og námskeiðum/planinu sendar út af póstlista í pósthólf viðkomandi við skráningu á meðan á þjónustunni/þjálfuninni stendur.

5. Miðlun

5.1 Almennt

FitbySigrún miðlar ekki áfram persónuupplýsingum til þriðja aðila. Þær upplýsingar eru ekki notaðar í öðrum en upphaflegum tilgangi. Persónuupplýsingarnar eru ekki undir neinum kringumstæðum framseldar eða leigðar.

  • PayPal: Við kaup á vörum eða þjónustu er persónuupplýsingum deilt með PayPal í þeim tilgangi að ganga frá greiðslu. 
  • Kajabi: Vefsíða FitbySigrún styðst við Kajabi LLc.. sem verndar upplýsingar á öruggum netþjóni sem varinn er með eldvegg. Kajabi fær ekki aðgang að bankaupplýsingum heldur er kaupandi færður yfir á örugga greiðslusíðu Paypal..

FitbySigrún tryggir að þeir þjónustuaðilar sem sinna þjónustu fyrir hönd FitbySigrún meðhöndli persónuupplýsingar á öruggan hátt.

6. Öryggi

Öryggi og trúnaður persónuupplýsinga skiptir FitbySigrún miklu máli. Því eru gerðar ríkar kröfur um öryggi persónuupplýsinga og aðgangur að þeim aðgangsstýrður og takmarkaður. FitbySigrún hefur hlotið fræðslu í vinnslu persónuupplýsinga og þagnarskyldu. Persónuupplýsingar eru ekki geymdar lengur en nauðsynlegt er og er þeim eytt eftir að þeirra er ekki lengur þörf.

7. Réttur kaupanda

Líkt og lög kveða á um á kaupandi m.a. rétt á upplýsingum um hvort verið sé að afla persónuupplýsinga um hann og aðgang að þeim upplýsingum. Nánar er kveðið á um rétt þennan í lögum um persónuvernd. Telji kaupandi að meðferð persónuupplýsinga sé ekki í samræmi við lög getur hann sent Persónuvernd kvörtun. Kaupandi getur hvenær sem er óskað eftir því að persónuupplýsingum um hann sé eytt, þær leiðréttar eða afturkallað samþykki um vinnslu persónuupplýsinga með því að senda tölvupóst á [email protected]

8. Áskilnaður um breytingar

FitbySigrún áskilur sér rétt til þess að breyta persónuverndarstefnu sinni í samræmi við laga- og/eða reglugerðarbreytingar eða vegna þess hvernig fyrirtækið vinnur með persónuupplýsingar. Taka þær breytingar gildi þegar uppfærð persónuverndarstefna hefur verið birt á heimasíðu FitbySigrún.

 

Skilmálar

1. Almennt

FitbySigrún er rafræn þjálfun í eigu Sigrúnu Hákonardóttir kt. 020290-3749 (hér eftir talað um FitbySigrún). Skráning í rafrænan prufuaðgang, æfingaplan, námskeið, áskrift, 1-on-1 þjálfun, hópþjálfun eða annarri rafrænni þjónustu hjá FitbySigrún er háð eftirfarandi skilmálum. Eftirfarandi skilmálar kveða m.a. á um réttindi og skyldur kaupanda og eru kaupendur því hvattir til þess að lesa þá gaumgæfilega yfir áður en greiðsla er lögð inn. Skilmálar þessir eru í gildi allan þann tíma sem kaup eða áskrift er virk.

Vinsamlegast athugið að sé kaupandi undir 18 ára aldri er þess krafist að forráðamenn hans kynni sér einnig eftirfarandi skilmála og skrái viðkomandi.

Aldurstakmark að rafrænni þjónustu er 18 ára nema með samþykki foreldra.

Með kaupum á hverskyns rafrænni þjónustu eða skráningu í áskrift samþykkir kaupandi eftirfarandi skilmála.

2. Skyldur FitbySigrún

FitbySigrún skuldbindur sig til þess að bjóða upp á tilskylda rafræna þjónustu sem auglýst er. Sjá nánar undir hverja þjónustu.

Til að fá aðgang að rafrænu námskeiði, plani eða þjónustu þarf að skrá sig á það sérstaklega. Hægt er að kaupa aukalega rafræna 1-on-1 þjálfun eða hópþjálfun.

3. Skyldur kaupanda

Með kaupum á rafrænni þjónustu eða skráningu í áskrift staðfestir viðkomandi að honum sé óhætt að stunda líkamsrækt, hugleiðslu, sjálfsvinnu, skipulagi, breytingu á matarræði , sjálfsvinnu og sé með því ekki að stofna heilsu sinni í hættu. Allar æfingar eru iðkaðar á eigin ábyrgð og ber FitbySigrún ekki ábyrgð á slysum eða meiðslum kaupanda á æfingu. Með kaupum þessum er FitbySigrún firrt allri ábyrgð af slíkum slysum eða meiðslum nema ef hægt er að sanna að slys eða meiðsl megi rekja með beinum hætti til vanrækslu eða mistaka starfsmanns eða stjórnenda.

Við kaup á rafrænni þjónustu fylgja myndbönd en sé kaupandi óviss um hvernig framkvæma eigi æfinguna eða með leiðsögnina sem fylgir getur hann sent tölvupóst á [email protected] til þess að fá nánari skýringu.

Kaupandi er hvattur til þess að hlusta vel á líkama sinn, hætta æfingu eða láta vita ef æfingin veldur óþægindum eða hentar ekki. Einnig ef kaupandi hefur sögu um meiðsl eða önnur heilsufarsvandamál er hann hvattur til þess að ráðfæra sig við lækni til að tryggja að hann geti fylgt æfingaplani eða fjarþjálfun. Ekki er mælt með æfingaplani ef kaupandi er ekki við góða heilsu og hefur ekki stundað líkamsrækt áður.

FitbySigrún tryggir ekki árangur af rafrænni þjónustu. Árangur tekur tíma og fer eftir því hversu vel/oft kaupandi fylgir námskeiði/plani, á hve löngum tíma. Ef kaupandi fylgir ekki námskeið/plani er hann ekki að fara fá útúr þjónustunni eins og er ætlast til. Að tileinka sér það sem FitbySigrún leggur upp með tekur tíma.

4. Höfundaréttur

FitbySigrún er höfundur af öllu efni sem fram kemur í rafrænum námskeiðum/plönum). Höfundaréttur er áskilinn á öllu sem FitbySigrún rafræn námskeið/plön hefur að geyma. Rafræn námskeið/plön eru ætluð til persónulegra nota og má ekki undir neinum kringumstæðum deila, birta eða dreifa til annarra án leyfis.

5. Greiðslur 

Rafræn þjónusta er  greidd í USD og framkvæmdar á www.fitbysigrun.com (www.fitbysigrun.mykajabi.com) en einnig er möguleiki að ganga frá greiðslu með millifærslu í ISK miðað við gengi dagsins. Verð getur breyst án fyrirvara. 

Allar greiðslur berast FitbySigrún (Sigrún Hákonardóttir kt. 020290-3749) og eru gerðar í gegnum greiðsluþjónustu PayPal eða millifærslu. Þegar greiðsla hefur borist í gegnum heimasíðuna fær kaupandi sendan tölvupóst með staðfestingu frá PayPal og FitbySigrún. Þegar greiðsla á sér stað í gegnum millifærslu fær kaupandi aðgang að rafræna námskeiðinu/planinu/þjónustunni með tölvupóst strax eða innan 24 tíma á virkum degi eftir að staðfesting á millifærslu hefur borist. ATH þegar um 1-on-1 eða hóp þjónustu er að ræða hefst þjónustan á þeim degi sem auglýst er hverju sinni.

6. Endurgreiðsla

Rafræn námskeið/plön fást ekki endurgreidd eftir að viðkomandi hefur verið með aðgang í 3 daga. Mælt er með að skrá sig í Prufuaðgang til að sjá hvort námskeiðin/plönin gætu hentað. Ef kaupandi skráir sig og sér innan 3 daga að námskeiðið/planið er ekki fyrir sig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] og fá endurgreitt, ATH full endurgreiðsla er ekki möguleg þar sem PayPal tekur % af greiðslunni sem er ekki hægt að fá endurgreitt.

7. Force majeure

Á við um truflun á starfsemi heimasíðunnar vegna ytri aðstæðna sem ekki eru á ábyrgð FitbySigrún, þ.e. aðstæðna sem eru ófyrirséðar og ekki hægt að koma í veg fyrir. Ef kaupandi er skráður í áskrift er ekki hægt að fá endurgreitt fyrir þegar hafið tímabil en kaupandi verður ekki krafinn um greiðslu vegna þeirra tímabila sem á eftir koma þar til ástandið er liðið hjá.

8. Lög og varnarþing

Skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur FitbySigrún á grundvelli þessara skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum. Heimili og varnarþing FitbySigrún er að Draumahæð 8, 210 Garðabæ.

9. Áskilnaður um breytingar

FitbySigrún áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum sínum. Taka þær breytingar gildi þegar uppfærðir skilmálar hafa verið birtir á heimasíðu FitbySigrún.