Aðgangur fram að 25. janúar að grunnæfingum á meðgöngunni.
Æfingaplan sett saman af sérhæfðum meðgöngu- og mömmuþjálfara með mikla reynslu af því að þjálfa ófrískar konur og konur eftir barnsburð.
Aðgangurinn inniheldur:
- Kynning + viðbótarupplýsingar (13 mín)
- Æfing 1 - 10 mín standandi
- Æfing 2 - 10 mín sitjandi
- Æfing 3 - 10 mín á fjórum fótum
- Æfing 4 - 10 mín fyrir brjóstbakið
- Æfing 5 - 10 mín fyrir mjóbakið
- Æfing 6 - 10 mín fyrir mjaðmasvæðið
- Bónus: Push prepp aðferð sem er æfing til að grípa í eftir 32 viku til að undirbúa grindarbotn og kvið undir fæðingu
Allar grunnstyrktaræfingar (æfing 1-6) samanstanda af hreyfiteygjur, öndunaræfingu til að ná virkni og slökun á grindarbotn og kvið, kviðæfingu á meðgöngunni, æfingu fyrir mjaðmasvæðið og teygjur. Push prepp æfingin er sér æfing fyrir konur komnar yfir 32 vikur til að undirbúa grindarbotn og kvið fyrir fæðingu. Ég leiði æfinguna "live" frá a-ö. Ekki er hægt að skoða sér kennslumyndband af hverri æfingu fyrir sig, einungis fylgja æfingunni on-demand.
Hægt er að koma með ósk um frekari æfingar (eins og heima eða ræktar styrktar- og þolæfingar) og fer það í ferli. Ef frekari æfingar bætast við hækkar verðið fyrir þær sem eru ekki búnar að skrá sig.
Á meðgöngunni er mjög mikilvægt að taka dagsforminu eins og það er og ekki fara frammúr sér. Hvernig æfingar eru framkvæmdar er alltaf á ábyrgð þess sem stundar þær. Mælt er með að hreyfa sig í samráði við lækni/sjúkraþjálfara.