8 misunandi hlaupaæfingar sem undirbúa þig fyrir 10km hlaup!

Þessi hlaupapakki er hugsaður til að ná þér upp í 10km hlaup. Þetta er tvískipt plan eða þannig að æfingar skiptast á "sprett æfingar" og síðan "tempó æfingar". Sprett æfingar eru á tíma en þá ertu að hlaupa hraðar/spretta á X tíma og hægar á X tíma. Tempó æfingar eru að ná inn X vegalengd. Tæki/tól sem þarf er góðir hlaupaskórEf þú ert algjör byrjandi myndir þú geta byrjað aðeins á fyrstu fjórum æfingunum og bætt við þig síðustu fjórum þegar þú treystir þér til. Lengsta hlaup sem er lagt fyrir er 6-8km en mælt með að í hvert skipti sem þú ferð í gegnum planið að auka vegalegndina og síðan enda á því að ná 10km. Útskýringamyndband fylgir með hverri æfingu, einnig fylgir útskýring í texta. Hægt er að smella á upphitunar og niðurlagsæfingar til að sjá æfingamyndband af þeim.

Upphitun: Allar æfingar byrja á léttri upphitun með hreyfiteygjum.

Æfing dagsins: Æfing dagsins er alltaf uppsett annaðhvort á tíma eða vegalengd. Ef hún er á tíma fylgir útskýring á því hvernig þú getur stillt klukku svo þú getur hlaupið án þess að spá í tímann. Mælt er með að nota Interval Timer app og Runkeeper til að fygljast með vegalengd (einnig hægt að nota Strava).

Niðurlag: Allar æfingar enda á niðurlagi/teygjum. 

Æfingaplanið ber aðeins árangur ef þú setur það sjálf í framkvæmd.

Prófaðu eina æfingu í fría PRUFUAÐGANGINUM

Skráðu þig í MOMENTUM áskrift og fáðu aðgang að Hlaupapakkanum ásamt fullt fleira! 

Þú getur skráð þig í fyrstu viku hvers mánaðar í 3. vikna re-start áskorun á hreyfingu og komið afstað boltanum til að koma inn regulegri hreyfingu!