12 mismunandi æfingar fullkomnar fyrir allar konur sem vilja kynnast kviðnum betur og styrkja!

CORE æfingapakkinn er stig skipt plan en stig 1 er algjör grunnur þar sem farið er yfir þyndaröndun og náð fram virkni á grindarbotni og djúpvöðvum kviðs. Stig 1 hefur einnig að geyma grunnstyrkaræfingar fyrir kvið, bak og mjaðmasvæðið (CORE-ið) ásamt bandvefsnudd æfingum. Stig 2 erum við komin í meira krefjandi æfingar fyrir CORE-ið og stig 3 mest krefjandi æfingar fyrir CORE-ið. Hægt er að hoppa á milli stiga eins og hentar hverri og einni. Mikilvægt er að vinna með alla þessa vöðvahóp kvið, baks og mjaðmasvæðis til að styrkja miðju líkamans og grípa reglulega í stig 1 til að viðhalda grunninum. Hjá hverri æfingu fylgir myndband þar sem Sigrún tekur æfinguna með þér frá upphafi til enda. Tæki/tól sem þarf er nuddrúlla, nuddbolti, koddar/jóga kubbar, sett af handlóðum, minibands teygja, sliders/tuska, stóll/bekkur. Þyngd á handlóðum getur verið mismunandi eftir því hvar þú ert stödd, skynsamlegt að byrja með t.d. 2x3-4kg handlóð og síðan hægt að gera þessar æfingar meira krefjandi með meiri þyngd. 

Upphitun: Það er engin sérstök upphitun því hægt að bæta þessum æfingum við t.d. ef þú tekur heimaæfingu, ferð út að hlaupa eða æfingu í ræktina fyrir eða eftir æfingu.

Æfing dagsins: Æfing dagsins er oftast uppsett á tíma þannig við fylgjum klukku. Það er mismunandi hvernig klukkan er stillt, gæti verið t.d. EMOM æfing þar sem við skiptum um æfingu á 60 sek fresti eða 30 sek æfing þar sem við gerum hverja æfingu í 30 sek. Það er oftast unnið með nokkrar æfingar saman í æfingahring. Allt blanda af kvið-, mjaðma- og bakæfingum. Æfingar eru á bilinu 9-13 mín nema stig 1 er 13-27 mín

Niðurlag: Allar æfingar enda á smá niðurlagi/teygjum. 

Æfingaplanið ber aðeins árangur ef þú setur það sjálf í framkvæmd.

Prófaðu eina æfingu í fría PRUFUAÐGANGINUM

Skráðu þig í MOMENTUM áskrift og fáðu aðgang að CORE æfingapakkanum ásamt fullt fleira! 

Þú getur skráð þig í fyrstu viku hvers mánaðar í 3. vikna re-start áskorun á hreyfingu og komið afstað boltanum til að koma inn regulegri hreyfingu!