9 mismunandi æfingar fullkomnar fyrir byrjendur, ef þú ert föst í mikillri streitu, ert að koma þér úr veikindum eða með króníska verki!
Low intensity æfingapakkinn byrjar á auðveldari æfingum og endar í meira krefjandi æfingum. Ef þú tengir við það að vera byrjandi, koma þér aftur í hreyfingu eftir veikindi/slys/meðgöngu... með króníska verki eða þá að líkaminn er fastur í hamstrahjóli lífsins að þá gætu þessar æfingar verið fullkomnar fyrir þig! Æfingakerfið er sett þannig upp að þetta er 14 mín æfing frá a-ö. Hjá hverri æfingu fylgir myndband þar sem Sigrún tekur æfinguna með þér frá upphafi til enda. Einnig fylgir útskýringatexti af æfingunni ef þú vilt taka hana sjálf ásamt því hvaða tæki/tól er notast við og hvernig skal stilla æfingaklukkuna. Sýnt er sér æfingamyndband af hverri æfingu með því að smella á æfinguna. Tæki/tól sem þarf er sett af handlóðum, minibands teygja og bekkur. Þyngd á handlóðum getur verið mismunandi eftir því hvar þú ert stödd, skynsamlegt að byrja með t.d. 2x3kg handlóð og síðan hægt að gera þessar æfingar meira krefjandi með meiri þyngd.
Upphitun: Allar æfingar byrja á 1 mín upphitun.
Æfing dagsins: Æfing dagsins er alltaf uppsett á tíma þannig við fylgjum klukku. Það er mismunandi hvernig klukkan er stillt, gæti verið t.d. EMOM æfing þar sem við skiptum um æfingu á 60 sek fresti eða 30 sek æfing þar sem við gerum hverja æfingu í 30 sek. Það er alltaf unnið með nokkrar æfingar saman í æfingahring. Allt blanda af styrktaræfingum.
Niðurlag: Allar æfingar enda á 1 mín niðurlagi/teygjum.
Æfingaplanið ber aðeins árangur ef þú setur það sjálf í framkvæmd.