Tólið sem þú þarft til að koma hreyfingu og hugarfari í vikulega rútínu

Ég hef sett saman fjarþjálfunarkerfi sem stuðlar að því að mæta þér og þínum aðstæður. Kerfi sem er þannig uppsett að hugurinn fær ekki tækifæri til þess að koma með afsakanir til þess að hreyfa þig ekki. Kerfi sem stuðlar að því að hugurinn fari að vinna með þér. Kerfi sem stuðlar að yfirstíganlegri framkvæmd í átt að léttari útgáfu af þér.

Skrá mig núna

Stöðumat

Þú byrjar á að taka raunhæft stöðumat á þínum aðstæðum til þess að geta sett þér raunhæfa æfingaráætlun. Ég hvet þig til þess að finna "íþrótta-þáttinn" innra með þér og sjá fyrir þér raunhæfa stöðu eftir 6 mánuði. Einnig hvet ég þig til þess að finna einhverskonar stöðumat sem þú munt hafa sem viðmið á árangri seinna meir. 

Æfingabanki

Þú færð aðgang að æfingabanka sem samanstanda af 16 mín örheimaæfingum, 40-50 mín ræktaræfingum allar flokkaðar í efri líkama, neðri líkama, allan líkamann og þol og kviðæfing. Einnig færðu aðgang að 31 dags hugleiðslupakka með 7 mín örhugleiðslum og 26-30 mín jóga nidra dáleiðslupakka. Ef það er ekki nóg til að koma þér afstað ertu líka með aðgang að byrjenda-æfingapakka sem er aðeins 5 mín live æfing til að stuðla að því að koma upp vikulegum vana í hreyfingu.

Eftirfylgni

Þú færð vikulega sendan eftirfylgnispóst sem þú ræður hvað þú nýtir mikið. Þú hefur aðgang að mér sem þjálfara og er mitt mission að gera hreyfingu og hugarfarsvinnu að vikulegri rútínu hjá þér. Þú færð einnig aðgang að lokuðum Facebook hóp þar sem ég hvet þig aukalega áfram og stuðla að því að viðhorf þitt til hreyfingar og hugarfars verður uppbyggjandi og er til þess gert að vinna með þér. 

Hvað ef ég segði þér að þetta er lausnin að því að halda hreyfingu og hugarfari í vikulegri rútínu?

Þú færð tvennskonar æfingabanka, annarsvegar 16 mín örheimaæfingar og hinsvegar 40-50 mín ræktaræfingar. Einnig fræði byrjenda-æfingapakka sem er það sem þú þarft ef þú átt erfitt með að byrja. Heilinn þinn þarf framkvæmd til þess að búa til nýja braut og tengingu tengt hreyfingu og 5 mín á dag er það yfirstíganlegt að ef þú myndir bara sækja í það þá ertu að stuðla að endurbættum lífstíl hjá þér. Þú færð aðgang að 31 dags hugleiðslupakka þar sem hver hugleiðsla er aðeins 7 mín og líka aðgang að 20 daga jóga nidra dáleiðslupakka þar sem hver hugleiðsla er á við 2-3 tíma svefn. En það besta er að ég er hérna hinu megin við skjáinn og mun fylgja þér og hópnum eftir vikulega.

Kerfi sem er einfalt, hvetjandi og uppbyggilegt

Að auki færðu hvatningu í lokuðum Facebook hóp sem mun sjá til þess að halda þér við efnið og stuðla að því að þú mætir einstöku þér í þeim einstöku aðstæðum sem þú ert í. 

Þú getur fylgt þessari fjarþjálfun eins og hentar. Byrjað á að fá hugarpeppið í Facebook hópnum, byrjað á að fylgja hugleiðslupakkanum, jóga nidra dáleiðslupakkanum, byrjað á ræktaræfingunum, byrjað á öræfingunum, byrjað á byrjenda-æfingapakkanum eða gert allt þetta í bland. Einnig getur þú fylgt þessu samhliða annarri þjálfun og notast við þetta kerfi inn á milli æfinga sem þú mætir í.

Komdu í hópinn

Engin okkar er á sama stað en allar erum við að vinna að því sama. Halda hreyfingu og hugarfari í vikulegri rútínu til þess að uppskera síðar þeim litlu fræjum sem við sáum daglega með því að mæta okkur viku eftir viku miðað við okkar aðstæður. 

SKRÁ MIG NÚNA