$49.00 USD

21. dags æfingaáskorun fyrir LENGRA KOMNA

Þessi áskorun er fyrir þig ef þú tikkar í eitt eða fleiri box:

  • Hefur reynslu af því að æfa
  • Finnst kostur að hafa sveigjanleika og geta valið um æfingu eftir því hvað þú hefur mikinn tíma þann daginn
  • Finnst gaman að prófa eitthvað nýtt og takast á við áskorun
  • Þarftu að koma hreyfirútínu aftur í gang

Hvað er innifalið í þessari áskorun?

  1. Strax við skráningu færðu aðgang að innra svæði sem þú nálgast með því að skrá þig inn á heimasíðuna eða sækja app. Á þessu innra svæði er 3. vikna æfingayfirlit. Hver vika er eins uppsett: Val um öræfingu (úr Öræfingapakkanum) EÐA ræktaræfingu (úr Ræktaræfingapakkanum) á mánudögum, þriðjudögum, fimmtudögum og föstudögum. Hægt að bæta við auka æfingu á miðvikudögum eða geyma fyrir helgi úr Hlaupapakkanum. Helgarnar eru notaðar til að klára æfingar vikunnar ef þú missitr af og sem bónus ef þú vilt bæta meiri hreyfingu við.
  2. Þú færð að kynnast samtals 12 öræfingum en þær eru allar 16 mín hver og getur þú tekið þær "live" þar sem ég tek æfinguna með þér eða þá smellt á hvert æfingamyndband fyrir sig til að sjá kennslumyndband. Þessar æfingar geta verið krefjandi. Til þess að taka þátt í þessum æfingum þarftu eitt sett af handlóðum (kostur að eiga þyngri og léttari), mini bands teygju, sliders/handklæði/jógabolta.  Það er hægt að taka æfinguna heima eða í ræktinni.
  3.  Þú færð að kynnast samtals 12 ræktaræfingum en þær geta tekið á bilinu 45-60 mín með upphitun og teygjum. Þær eru uppsettar með viðmiðunarþyngd og getur þú smellt á hvert æfingamyndband fyrir sig til að sjá kennslumyndband. Það má alltaf fækka settum (minnka æfingatímann) eða auka (lengja æfingatímann), sleppa æfingu eða gera aðra í staðin ef einhver hentar betur. 
  4. Þú færð einnig aðgang að 3 hlaupaæfingum sem taka allar um 20-24 mín. Hægt að taka æfinguna úti eða á hlaupabretti. Þær skiptast í sprett og tempó æfingar. Það má alltaf halda áfram hlaupinu eftir að þú klárar hlaupaæfinguna sem er sett fyrir. T.d. fara lengri vegalengd í tempó æfingunni eða bæta við auka sprettum í sprett æfingunni. 
  5. Frá þeim degi sem áskorunin hefst færðu sendan tölvupóst (mánudag-laugardags) með æfingu dagsins en þú getur alltaf nálgast hana sjálf á innra svæðinu.

Þessari áskorun er ætlað að koma afstað hreyfivananum. 21. dags áskorun er frábær byrjun til að byggja upp rútínu.

Að meðaltali tekur um 66 daga að mynda nýja venju, en það getur verið frá 18 upp í 254 daga eftir einstaklingnum (og hversu flókin venjan er) og er því mælt með að halda áfram eftir áskorunina, t.d. með því að skrá þig í MOMENTUM-Æfingapakka áskrift.

Með skráningu í 21. dags áskorun fylgir tímabundinn aðgangur að lokuðu svæði (á þessari heimasíðu og með því að ná í Kajabi appið í appstotre) á meðan á áskoruninni stendur sem gefur yfirlit og aðgang að öllum æfingum. 

ATH 100% money back guarantee sem þýðir að ef þú skráir þig og þú sérð strax að þetta er ekki fyrir þig, eða sérð það fljótlega eftir að áskorunin byrjar sendiru á mig og ég endurgreiði þér. Það má líka "pása" og færa sig á annað tímabil ef eitthvað kemur upp. Ég þekki það vel að skrá mig einhversstaðar og sé að það er ekki fyrir mig, eða eitthvað kemur upp og ég næ ekki að "vera með". Sem kúnni hefði ég óskað að það væri í boði að fá endurgreitt eða færa um tímabil og er það því í boði.